Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn og Pétur Péturs spá í Argentína - Króatía
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri undanúrslitaleikurinn á HM er viðureign Argentínu og Króatíu sem fram fer í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og seinni undanúrslitaleikurinn, viðureign Frakklands og Marokkó, fer svo fram á sama tíma á morgun.

Fótbolti.net fékk þjálfara Íslandsmeistaraliðanna til að spá í leikinn í kvöld. Það eru þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðabliki) og Pétur Pétursson (Valur).

Óskar Hrafn Þorvaldsson:

Argentína 2 - 1 Króatía
Þetta er spá frá hjartanu, ég vona að Messi klári með heimsmeistaratitli.

Til þess að það gerist þarf argentínska liðið að stjórna leiknum og taka þau augnablik sem það fær. Í króatíska liðinu eru mikil einstaklingsgæði og liðið er mjög massíft.

Allt argentínska liðið þarf að eiga frábæran leik og Messi þarf að eiga stórleik. Argentínumenn mega ekki slökkva á sér og þurfa að hreyfa boltann rosalega hratt til að færa vel skipulagða Króata til. Á sama tíma þurfa Argentínumenn að passa sig á því að fá ekki Króatana á sig. Þeir eru vel smurð vél, vel skipulagðir bardagamenn. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir bæði lið og ég vona að Argentína vinni.

Pétur Pétursson:

Argentína 1 - 0 Króatía
En Króatar er með ótrúlega rútínerað lið sem gefst aldrei upp og með Modric nr 10. Enginn bjóst við liði Króata í 4-liða úrslit nema þeir sjálfir.

Argentína mun sækja í þessum leik og miklar líkur á að Messi klári hann með sinni snild en Króatar vita sín takmörk og spila sinn leik og þeir vinna Argentínu 1-0.

Fótbolti.net spáir - Brynjar Ingi Erluson:

Argentína 1 - 1 Króatía
(2 -1 eftir framlengingu)

Á ekki von á flugeldasýningu í þessum leik en þó einhver mörk. Bæði lið eiga eftir að skora í sitt hvorum hálfleiknum og ætli það verði ekki Lionel Messi sem að kemur Argentínumönnum yfir í þeim fyrri og það jafnvel úr vítaspyrnu.

Pressa Króata seint í seinni mun skila jöfnunarmarki. Ivan Perisic mun leggja það upp. Það mun kannski duga til að komast í framlengingu en ekkert lengra en það því Enzo Fernandez kemur Argentínu í úrslitin og Messi því einum sigri frá því geta upplifað stærsta draum ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner