Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Richarlison frá í mánuð hið minnsta
Harry Kane mun ekki fá mikla hvíld eftir HM í Katar. Það eru ekkert endilega miklar líkur á því að Antonio Conte ætlaði sér að takmarka spiltíma Kane í fyrstu leikjunum eftir HM, en ef það var planið þá hafa líkurnar á því minnkað eftir tíðindi dagsins.

Í dag var greint frá því að brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison verði frá í mánuð hið minnsta vegna meiðsla.

Richarlison varð fyrir vöðvameiðslum í upphitun fyrir leik Brasilíu gegn Króatíu. Þrátt fyrir það spilaði hann fystu 84 mínútur leiksins.

Richarlison meiddist aftan í læri og greina enskir fjölmiðlar frá því að hann verði frá í allavega mánuð. Richarlison kom frá Everton í sumar og glímdi fyrr á tímabilinu við meiðsli og hefur því þegar misst út nokkra leiki.

Fyrsti leikur Tottenham eftir HM hlé er gegn Brentford á öðrum degi jóla. Í kjölfarið mætir liðið Aston Villa og svo er það leikur gegn Crystal Palace. Tekið er fram að Kane snúi til æfinga 19. desember og fær hann því ekki langt frí eftir HM.

HM endaði, eins og flestir vita, ekki vel hjá Kane. Hann tók vítaspyrnu þegar England var marki undir þegar skammt var eftir gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum. Kane skaut yfir mark Frakkana sem fóru áfram í undanúrslit.
Athugasemdir
banner