Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 23:43
Brynjar Ingi Erluson
Táraðist er hann faðmaði Messi eftir leikinn
Mynd: EPA
Tilfinningarnar voru miklar eftir að Argentína tryggði farseðilinn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í kvöld og skiljanlega, en Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, táraðist í leikslok.

Argentína vann Króatíu 3-0 með tveimur mörkum frá Julian Alvarez og einu frá Messi.

Eftir leikinn sungu leikmenn og fögnuðu sigrinum og beið þá Scaloni eftir að geta rætt við Messi.

Þeir föðmuðust og táraðist Scaloni þegar hann tók utan um einn og ef ekki besta leikmann allra tíma. Hægt er að sjá það hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner