fös 14. janúar 2022 15:51
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Blikar tilbúnir í að vera spáð toppsætinu eða er það of mikil pressa?
Blikar tilbúnir í pressuna sem fylgir því að vera spáð titlinum?
Blikar tilbúnir í pressuna sem fylgir því að vera spáð titlinum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær mættur í grænt
Ísak Snær mættur í grænt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn setur stefnuna á titil og jafnvel titla
Óskar Hrafn setur stefnuna á titil og jafnvel titla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag. Ísak Snær Þorvaldsson hafði verið tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins í vikunni á undan og var koma hans til Blika rædd.

„Það er sæmileg samkeppni á miðjunni, allavega eins og hópurinn hjá Blikum er núna. Það má svo aldrei gleyma því að þeir keyptu Dag Dan sem miðjumann," sagði Sæbjörn Steinke í þættinum.

„Ég hef trú á því að einhverjir af þessum miðjumönnum detti út. Ég hef heyrt að Alexander Helgi verði ekki áfram, sé að leita sér að liði í Svíþjóð þar sem hann er í námi. Viktor Karl hefur verið orðaður við Lyngby og möguleiki á því að hann fari í glugganum. Ég held að Óskar sé að safna saman í her og hann sér svo til hversu stór herinn verður þegar tímabilið hefst," bætti Sæbjörn við. Við það má bæta að Finnur Orri Margeirsson hefur verið orðaður við FH.

„Ísak er opinskár með að það vantaði upp á formið hjá sér og það fór líka eitthvað aðeins í skapið á honum," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Ég held að hann hafi fundið á sér að hann gæti gert betur en náði ekki að framkvæma það út af þyngd. Svo þegar formið dettur inn þá sáu það allir hversu öflugur miðjumaður hann er. Það sást bara í þessum uppgangi Skagamanna í lok tímabils," sagði Sæbjörn.

„Ég er spenntur fyrir þessu og ég held að þetta sé nákvæmlega það sem Blikunum vantar, meira að segja Blikar og talsmenn Blika á ljósvakamiðlum og hlaðvörpum hafa margsinnis viðurkennt það að þá vanti miklu meiri belli í liðið sitt. Þeim finnst þeir vera alltof „næs" og ég veit alveg til þess að Davíð Örn Atlason var m.a. keyptur á metfé af því að hann er ekki barnanna bestur á fótboltavelli," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Breiðablik fær góðan leikmann í Ísaki og mikinn trukk sem getur unnið boltann, sent og skotið - getur verið ákveðið afl inn á miðjunni sem gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að ýta mönnum framar. Ég held að hann verði algjörlega frábær undir stjórn Óskars Hrafns," bætti Tómas við. Það skal taka fram að Tómas er stuðningsmaður Víkings.

Ísak Snær er tvítugur miðjumaður sem lék á láni hjá ÍA á síðasta tímabili frá enska félaginu Norwich.

„Ísak opinberaði það að Óskar ætlaði sér að vinna tvennuna, það kemur kannski mikið á óvart eftir síðasta tímabil," sagði Elvar.

„Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir springi alveg á „blikinu" í restina, hvort þetta verði of mikil pressa fyrir þá. Óskar virðist svo sannarlega vera maður í verkefni og ég held að hann muni aldrei fyrirgefa sjálfum sér að láta Arnar Gunnlaugsson hafa tekið deild og bikar á undan honum - að hafa tapað þeirri baráttu. Hann verður ekkert sáttur fyrr en hann heldur á helst báðum titlunum," sagi Tómas og segir að Breiðabliki verði spáð efsta sætinu í öllum spám fram að móti.

„Það er bara heilög skylda okkar sem fréttamanna að setja eins mikla pressu á þá og hægt er," bætti Tómas við.

„Ég held að Blikar séu tilbúnari í þá pressu, ég held að þeir vilji að þeim sé spáð toppsætinu og ætli að sanna að þeir séu besta liðið," sagði Sæbjörn.

Umræðan hefst eftir um 26 mínútur í spilaranum hér að neðan.
Ísak Snær: Óskar talar ekki um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir og breytt Íslandsmót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner