Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. janúar 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Landsleikur og sjö leikir í Fótbolta.net mótinu
Íslenska landsliðið á leik gegn Suður-Kóreu
Íslenska landsliðið á leik gegn Suður-Kóreu
Mynd: KSÍ
Það er stútfull dagskrá af leikjum í íslenska boltanum þessa helgina en sjö leikir eru í Fótbolti.net mótinu og þá spilar íslenska karlalandsliðið við Suður-Kóreu í æfingaleik.

Leiknir R. og Breiðablik eigast við í .net mótinu klukkan 18:00 á Domusnovavellinum í Breiðholti í riðli 1 í A-deildinni í kvöld. Bæði lið unnu í fyrstu umferðinni.

Njarðvík spilar við Selfoss á sama tíma í B-deildinni en spilað er í Nettóhöllinni.

Dagskráin heldur áfram á morgun. FH mætir ÍA á meðan Stjarnan spilar við ÍBV í A-deild .net mótsins. Kórdrengir spila í B-deildinni við Þrótt V.

Klukkan 11:00 er landsleikur Íslands og Suður-Kóreu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úganda í síðasta leik en leikurinn við Suður-Kóreu er sá síðasti í janúarverkefninu.

Víkingur R. og Valur eigast þá við í Reykjavíkurmóti karla, tvö af bestu liðum landsins. Sá leikur verður á Víkingsvelli klukkan 14:00.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 14. janúar

Fótbolta.net mótið - A-deild, riðill 1
18:00 Leiknir R.-Breiðablik (Domusnovavöllurinn)

Fótbolta.net mótið - B-deild, riðill 1
18:00 Njarðvík-Selfoss (Nettóhöllin-gervigras)

Faxaflóamót kvenna - A-riðill
18:30 Stjarnan-Þór/KA (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. janúar

Fótbolta.net mótið - A-deild, riðill 2
12:00 FH-ÍA (Skessan)
13:00 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)

Fótbolta.net mótið - B-deild, riðill 1
14:00 Kórdrengir-Þróttur V. (Skessan)

Fótbolta.net mótið - B-deild, riðill 2
10:00 Grindavík-KV (OnePlus völlurinn)

Landslið karla - Vináttulandsleikir
11:00 Suður Kórea-Ísland (Titanic Mardan Stadium)

Reykjavíkurmót karla - A-riðill
14:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
14:00 Fylkir-Fjölnir (Würth völlurinn)

Reykjavíkurmót karla - B-riðill
14:00 ÍR-KR (Hertz völlurinn)
15:15 Fram-Þróttur R. (Egilshöll)

Kjarnafæðismótið - A-deild, riðill 1
13:00 KA-Völsungur (Húsavíkurvöllur)

Kjarnafæðismótið - B-deild, riðill 2
12:00 Sindri-Höttur/Huginn 2 (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Fjarðabyggð/Leiknir-Höttur/Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)

Kjarnafæðismótið - A-deild, riðill 2
17:00 Dalvík/Reynir-KA 2 (Boginn)

Kjarnafæðismótið - B-deild, riðill 1
15:00 KA 3-KA 4 (KA-völlur)
19:30 Tindastóll-Hamrarnir (Boginn)

Faxaflóamót kvenna - A-riðill
11:00 Keflavík-Haukar (Nettóhöllin)

sunnudagur 16. janúar

Fótbolta.net mótið - B-deild, riðill 2
16:00 Víkingur Ó.-Afturelding (Akraneshöllin)

Kjarnafæðismótið - A-deild, riðill 1
18:00 Magni-Þór 2 (Boginn)

Kjarnafæðismótið - A-deild, riðill 2
12:00 KF-Þór (Boginn)

Faxaflóamót kvenna - A-riðill
12:00 Afturelding-Þór/KA (Fagverksvöllurinn Varmá)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner