Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   lau 14. janúar 2023 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Atletico leiðir kapphlaupið um Memphis Depay
Mynd: Heimasíða Barcelona

Atletico Madrid leiðir kapphlaupið um framherjann Memphis Depay sem rennur út á samningi hjá Barcelona næsta sumar.


Úrvalsdeildarfélög á borð við Chelsea, Arsenal, Newcastle og Manchester United hafa verið nefnd til sögunnar sem áhugasöm en Atletico virðist ætla að setja félagsskiptin í forgang hjá sér.

Atletico er búið að skora 23 mörk í 16 deildarleikjum og situr í fimmta sæti deildarinnar - þrettán stigum eftir toppliði Barca. 

Memphis er 28 ára gamall og hefur skorað 14 mörk í 42 leikjum frá komu sinni til Barcelona fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann hefur áður leikið fyrir PSV Eindhoven, Manchester United og Lyon auk þess að 43 mörk í 86 landsleikjum með Hollandi.

Talið er að Memphis myndi frekar kjósa að vera áfram í spænska boltanum heldur en að skipta aftur yfir til Englands.


Athugasemdir
banner
banner