banner
   fim 14. mars 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Hamren opinberar hópinn - Undankeppni EM að fara í gang
Fréttamannafundur upp úr klukkan 13
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag verður landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM opinberaður, útileikina gegn Andorra 22. mars og Frakklandi 25. mars. Í riðlinum eru einnig Tyrkland, Albanía og Moldavía.

Hópurinn verður fyrst opinberaður og svo stuttu seinna verður fréttamannafundur þar sem Erik Hamren landsliðsþjálfari og Freyr Alexandersson, aðstoðarmaður hans, sitja fyrir svörum.

Fundurinn verður sýndur í beinni á heimasvæði okkar á Facebook og þá verður bein Twitter lýsing frá öllu því helsta sem gerist.

Ljóst er að Emil Hallfreðsson verður ekki með þar sem hann er á meiðslalistanum og þá hefur Alfreð Finnbogason misst af síðustu fjórum leikjum Augsburg vegna meiðsla og tvísýnt hvort hann verði í hópnum.

Theodór Elmar Bjarnason er einnig meiddur og þá hefur Jón Daði Böðvarsson misst af leikjum hjá Reading vegna meiðsla. Viðar Örn Kjartansson er í fríi frá landsliðinu og Kolbeinn Sigþórsson er félagslaus og verður mjög ólíklega valinn.

Fleiri leikmenn hafa verið að glíma við einhver meiðsli en góðu fréttirnar eru þær að leikmennirnir okkar í ensku úrvalsdeildinni; Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir frískir.


Athugasemdir
banner
banner
banner