Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   þri 14. mars 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í þriggja ára bann og fjögurra mánaða fangelsi fyrir rasisma
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Maður sem var með kynþáttafordóma í garð Ivan Toney, sóknarmanns Brentford, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótboltavöllum í Englandi.

Antonio Neill, sem er 24 ára gamall, sendi rasísk skilaboð til Toney í gegnum samfélagsmiðla þann 14. október síðastliðinn.

Toney deildi skilaboðunum sem hann fékk og við það hófst lögreglurannsókn. Maðurinn fannst og játaði í kjölfarið gjörðir sínar.

Maðurinn var líka dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.

„Þessi niðurstaða gerir það ljóst að það hefur raunverulegar afleiðingar fyrir fólk - sem telur sig geta falið sig á bak við lyklaborð - að senda hatursfull skilaboð."
Athugasemdir
banner
banner