Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. mars 2023 15:46
Elvar Geir Magnússon
„Ísland komið lengra en Bosnía í því að búa til lið“
Icelandair
Ejub Purisevic var gestur í Innkastinu.
Ejub Purisevic var gestur í Innkastinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Faruk Hadzibegic landsliðsþjálfari Bosníu.
Faruk Hadzibegic landsliðsþjálfari Bosníu.
Mynd: Getty Images
„Portúgal er í sérflokki en svo eru þessi þrjú lið; Ísland, Bosnía og Slóvakía. Þetta verður jafnt og barátta til enda um annað sætið," segir Ejub Purisevic í Innkastinu um komandi undankeppni EM. Ejub telur íslenska liðið hafa verið ansi heppið með drátt en tvö efstu liðin komast beint á EM.

Ísland heimsækir Bosníu í næstu viku en leikmannahópur Íslands verður opinberaður á morgun.

„Það er mjög gott að fá inn þessa leikmenn sem eru með reynslu og eru bara góðir í fótbolta, eins og Jóa og Alfreð. Svo eru yngri leikmenn sem hafa staðið sig vel," segir Ejub.

„Það er búið að búa til nýtt lið og miðað við hvað hefur gengið á undanfarið erum við ekki á svo slæmum stað. Við getum mögulega skilið þessi vandamál sem við höfum gengið í gegnum eftir núna og byrjað upp á nýtt."

Sanngjörn krafa að stefna á annað sætið
Ísland hefur gengið í gegnum erfiðleika síðustu ár en Ejub telur að nú sé lag að fara að gera góða hluti á ný.

„Ef það nást góð úrslit í Bosníu held ég að stemningin sé fljót að koma aftur og auðveldara að byggja enn frekar ofan á. Ég held að mestu erfiðleikarnir séu að baki og ekkert annað í stöðunni en að setja stefnuna á annað sætið, mér finnst það sanngjörn krafa miðað við riðilinn," segir Ejub.

Bosnía er með nýjan þjálfara sem tók við í janúar, Faruk Hadzibegic.

„Það hefur verið rosalega mikill óstöðugleiki hjá landsliði Bosníu undanfarin ár, ég held að þetta sé fimmti þjálfarinn á sex til sjö árum. Það er erfitt að ná árangri þegar alltaf er verið að gera breytingar. Þeir telja sig heppna með riðil og telja sig geta náð öðru sætinu. Ég held því samt fram að Ísland sé komið lengra en Bosnía í því að búa til lið."
Innkastið - Byrjað á bardaga í Bosníu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner