Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. apríl 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Arteta getur ekki ímyndað sér Arsenal ekki í Evrópukeppni
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist ekki hafa hugsað um þann möguleika að Arsenal verði ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta skipti síðan árið 1995.

Arsenal er í 9. sæti í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu og erfitt verður að ná Evrópusæti þar.

Liðið gæti hins vegar náð sæti í Evrópudeildinni með því að vinna þá keppni.

Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum í síðustu viku en síðari leikurinn er í Tékklandi á morgun.

Aðspurður hvort Arteta hafi hugsað út í þann möguleika að Arsenal nái ekki í Evrópusæti sagði hann: „Nei. Ég vil ekki setja það í huga minn eða smita því inn til leikmanna eða annarra hjá félaginu."
Athugasemdir
banner
banner
banner