Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. apríl 2021 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Nýju leikmenn Kórdrengja brutu sóttkví
Mynd: Kórdrengir
Í morgun hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af leikmönnum Kórdrengja. Leikmennirnir sem um ræðir eru Bretarnir þrír sem félagið samdi við á dögunum.

Leikmennirnir áttu að vera í sóttkví samkvæmt gagnagrunni smitrakningateymisins. Þetta staðfesti Rafn Hilmar Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni, við fréttastofu RÚV.

Leikmennirnir voru að sögn Davíðs Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja, að viðra sig eins og reglur segja til um. Þeir fóru út að hlaupa en gerðu þau mistök að fara inn á knattspyrnuvöll og spörkuðu í bolta.

„Þeir eru mjög leiðir yfir þessu og finnst þetta mjög leiðinlegt,“ sagði Davíð við RÚV.

Hann tekur skýrt fram að leikmennirnir hafi ekki umgengist neina aðra liðsmenn félagsins og að engin æfing hafi verið hjá Kórdrengjum þennan dag.

Íþróttaæfingar hjá bæði fullorðnum og börnum mega hefjast á morgun.
Athugasemdir
banner
banner