Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. apríl 2021 22:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Persónulegur sigur en að vinna er það sem telur og við gerðum það ekki"
Mynd: EPA
„Það er ljómandi tilfinning að skora fyrsta Meistaradeildarmarkið, sérstaklega eftir að markið var dæmt af í síðustu viku. Ég fagnaði því með liðsfélögunum en ég hefði elskað ef mamma, pabbi og bróðir minn hefðu verið í stúkunni," sagði Jude Bellingham sem skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í kvöld.

„Fyrir mig er þetta persónulegur sigur en að vinna er það sem telur og við gerðum það ekki í kvöld."

Bellingham kom Dortmund yfir gegn City í kvöld en gestirnir frá Manchester svöruðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik á heimavelli þýska liðsins. City fer áfram í undanúrslitin.

„Ég held við getum ekki huggað okkur á frammistöðuna þar sem við töpuðum einvíginu. Við töpuðum báðum leikjunum og City var klárlega betra liðið. Til hamingju þeir, þeir voru frábærir."

„Við getum ekki fagnað því að vera nálægt því að slá út lið en við getum verið stoltir af frammistöðunni í einvíginu,"
sagði hinn sautján ára Bellingham.




Athugasemdir
banner
banner