Arsenal 0 - 2 Aston Villa
0-1 Leon Bailey ('84 )
0-2 Ollie Watkins ('87 )
0-1 Leon Bailey ('84 )
0-2 Ollie Watkins ('87 )
Aston Villa vann magnaðan 2-0 sigur á Arsenal í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum í dag. Úrslitin þýða það að Manchester City leiðir titilbaráttuna.
Heimamenn í Arsenal vildu klára þennan leik snemma. Liðið kom sér í nokkur góð færi. Gabriel Jesus skallaði framhjá markinu eftir undirbúning Bukayo Saka.
Varnarleikur Villa var skipulagður og fór leikurinn að mestu fram á þeirra vallarhelming en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór Villa að færa sig framar.
Ollie Watkins var nálægt því að koma Villa í forystu á 38. mínútu er hann slepp í gegn en skot hans hafnaði í innanverðri stönginni. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Leandro Trossard enn betra færi hinum megin á vellinum er hann fékk boltann fyrir nánast opnu marki, um það bil einum metra frá markinu en Emiliano Martínez tókst á einhvern ótrúlegan hátt að komast fyrir skotið.
Markalaust í hálfleik og hálf ótrúlegt í raun en í þeim síðari komu mörkin.
Youri Tielemans komst nálægt því að skora eitt flottasta mark tímabilsins er hann hamraði boltanum af 35 metrunum í slá og stöng. Arsenal stálheppið að lenda ekki undir þarna.
Aston Villa kláraði leikinn á lokamínútununm. Leon Bailey skoraði á 84. mínútu. Lucas Digne kom með fyrirgjöf inn í teiginn, boltinn í gegnum allan pakkann og á fjær þar sem Bailey var ekki í vandræðum með að setja boltann í netið.
Markið var mikið áfall fyrir Arsenal og nýtti Villa sér það og skoraði annað tveimur mínútum síðar. Watkins slapp í gegn en Emile Smith-Rowe elti hann uppi. Watkins var sterkari, náði að ýta honum frá sér áður en hann vippaði boltanum skemmtilega yfir David Raya í markinu.
RIsastórt fyrir Villa sem náði síðan að verja forystu sína og vinna leikinn. Villa er í 4. sæti deildarinnar með 63 stig en Arsenal fór illa að ráði sínu.
Arsenal var að tapa mikilvægum leik í titilbaráttunni og er nú í öðru sæti með 71 stig eins og Liverpool. Man City er á toppnum með 73 stig. Það skal hafa það í huga að Man City á fremur auðvelda leiki eftir.
Athugasemdir