Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 14. apríl 2024 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Roma á batavegi eftir að hafa hnigið niður
Evan Ndicka er á batavegi
Evan Ndicka er á batavegi
Mynd: Af netinu
Leikur Udinese og Roma í Seríu A á Ítalíu var flautaður af eftir að franski varnarmaðurinn Evan Ndicka hneig niður í grasið.

Staðan í leiknum var 1-1. Roberto Pereyra skoraði fyrir Udinese á 23. mínútu áður en Romelu Lukaku jafnaði þegar tæpur hálftími var eftir.

Þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir hneig Evan Ndicka, leikmaður Roma, niður í grasið.

Sjúkraliðar voru fljótir inn á völlinn að huga að Ndicka sem var síðan færður á spítala.

Leikurinn var flautaður af þar sem leikmenn treystu sér ekki til að halda leik áfram.

Líðan Ndicka er góð. Hann er kominn til meðvitundar og mun nú gangast undir frekari rannsóknir til að finna út hvað orsakaði það að hann missti meðvitund.


Athugasemdir
banner
banner
banner