Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. maí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Championship í dag - Aston Villa leiðir í hálfleik
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion og Aston Villa keppast um að komast í úrslitaleik úrvalsdeildarumspilsins í kvöld.

Aston Villa vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, en þarf ekki að hafa áhyggjur af útivallarmarki West Brom, sú regla gildir ekki í umspilinu.

Ef West Brom vinnur með einu marki þá verður viðureignin framlengd. Sigurvegari kvöldsins mætir annað hvort Leeds United eða Derby County í úrslitaleiknum.

Dwight Gayle, sem skoraði mark West Brom á Villa Park, verður ekki með því hann fékk rautt spjald í leiknum. Hal Robson-Kanu er einnig í leikbanni og þá eru Gareth Barry, Craig Dawson, Stefan Johansen og Jake Livermore allir tæpir.

Ástandið er betra hjá Villa þar sem Orjan Nyland er sá eini sem er frá vegna meiðsla. Tyrone Mings og James Chester eru tæpir.

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Villa í fyrri leiknum og ólíklegt er að hann verði þar í kvöld.

Leikur kvöldsins:
19:00 West Brom - Aston Villa (1-2) (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner