Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. maí 2019 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola bestur annað árið í röð
Chris Wilder bestur á Englandi
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur hlotið nafnbótina knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en hann leiddi Manchester City til Englandsmeistaratitilsins annað árið í röð.

Guardiola var einnig valinn bestur í fyrra þegar Man City rúllaði deildinni gjörsamlega upp en í ár var talsvert meiri samkeppni, þar sem Liverpool endaði í öðru sæti með 97 stig.

Með því varð Guardiola þriðji stjórinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að vinna tvö tímabil í röð, eftir Sir Alex Ferguson og Jose Mourinho.

„Það er heiður að hljóta þessi verðlaun. Ég vil deila þeim með leikmönnum mínum, starfsmönnum og öllum öðrum stjórum í úrvalsdeildinni, sérstaklega Jürgen Klopp sem veitti mér ótrúlega samkeppni allt þar til í lokin," sagði Guardiola meðal annars í þakkarræðunni.

Chris Wilder, sem kom Sheffield United upp í úrvalsdeildina, var valinn stjóri ársins á öllu Englandi. Þar voru menn á borð við Nuno Espirito Santo, Klopp, Guardiola og Pochettino einnig tilnefndir.

Joe Montemurro, knattspyrnustjóri Arsenal, var bestur í efstu deild kvenna. Karen Hills, stjóri Tottenham, var best í Championship deild kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner