Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. maí 2019 12:27
Elvar Geir Magnússon
Valgeir Lunddal í Val (Staðfest)
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Valur
Valgeir Lunddal Friðriksson hefur gengið í raðir Vals frá Fjölni en þetta staðfesti Hlíðarendafélagið í dag.

Valgeir er fæddur árið 2001 og verður því 18 ára á þessu ári. Hann á að baki um 30 leiki með meistaraflokki Fjölnis í öllum keppnum og hefur leikið með 17 og 18 ára landsliðum Íslands.

Frammistaða hans hefur vakið athygli liða erlendis og nýlega var hann til reynslu hjá Bröndby í Danmörku og Stoke í Englandi.

„Valgeir er einn af framtíðarleikmönnum Íslands sem við Valsmenn bindum miklar vonir við að blómstri á Hlíðarenda," segir í tilkynningu Valsmanna.

Valgeir, sem getur leikið á kanti eða í bakverði, er yngsti leikmaður Fjölnis til að spila í efstu deild, þá var hann útnefndur efnilegasti leikmaður Fjölnis 2018. Valgeir lék 12 leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra.

Valsmenn hafa farið illa af stað í Pepsi Max-deildinni og eru aðeins með eitt stig að loknum þremur umferðum.
Athugasemdir
banner
banner