Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. maí 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Vill Valur fá Guðmund Stein í stað Gary Martin?
Sóknarmaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Sóknarmaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá orðrómur er í gangi að Valsmenn séu tilbúnir að bjóða Gary Martin til Stjörnunnar í skiptum fyrir Guðmund Stein Hafsteinsson.

Guðmundur Steinn er uppalinn Valsari.

Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, sagðist ekki kannast við að neitt tilboð væri komið frá Hlíðarenda.

„Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl," sagði Ólafur Jóhanneson, þjálfari Vals, við 433.is í morgun.

Gary Martin kom til Vals fyrir tímabilið en Íslandsmeistararnir hafa farið illa af stað í Pepsi Max-deildinni og eru aðeins með eitt stig að loknum þremur umferðum.

Sóknarleikurinn hjá Stjörnunni hefur ekki verið upp á marga fiska í upphafi móts og segir sagan að Garðbæingar vilji fá Gary Martin.

Guðmundur Steinn er á sínu öðru tímabili með Stjörnunni.

Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum sérfræðingur hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, segir á Twitter að Kristján Flóki Finnbogason sér helsta skotmark Vals. Kristján Flóki, sem er fyrrum leikmaður FH, er hjá Start í Noregi. Félagaskiptaglugganum á Íslandi verður lokað annað kvöld.

Sjá einnig:
Valur vill losna við Gary Martin
Hvert fer Gary Martin? - Stjarnan og ÍA nefnd
Gary Martin: Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu
Athugasemdir
banner
banner
banner