Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 14. maí 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho bíður örvæntingarfullur eftir ákvörðun
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho vill ólmur hefja enska úrvalsdeildartímabilið sem fyrst og er sagður hafa talað gegn því að fresta endurræsingu tímabilsins á fundi úrvalsdeildarfélaga á miðvikudaginn.

Mourinho tjáði sig við fjölmiðla í dag og ítrekaði skoðun sína um að vilja ræsa tímabilið aftur sem fyrst.

„Ég vil byrja að æfa og bíð örvæntingarfullur eftir að úrvalsdeildin fái leyfi til að hefja leik að nýju. Ég er mjög stoltur af strákunum, þeir hafa sýnt mikla fagmennsku, dugnað og ástríðu undanfarnar vikur," sagði Mourinho.

„Það hafa allir lagt mikið á sig á einstaklingsæfingum og eru leikmenn fullir tilhlökkunar fyrir að fá að æfa í litlum hópum."

Tottenham er í áttunda sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum frá Chelsea í Meistaradeildarsæti og fjórum stigum frá Manchester United í Evrópudeildarsæti.

Fyrr í dag staðfesti breska ríkisstjórnin endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner