Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Til hamingju með þetta, Axel Kári
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
Axel Kári fagnar marki.
Axel Kári fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Kári Vignisson, leikmaður ÍR, var besti leikmaðurinn í 1. umferð 2. deildar karla að mati hlaðvarpsþáttarins Ástríðunnar.

Axel Kári skoraði seinna mark ÍR í 2-0 sigri gegn Leikni Fáskrúðsfirði á heimavelli.

„Hann er leiðtoginn í þessu liði, siglir fagmannlegum sigri heim. Hann setur mark umferðarinnar sömuleiðis," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Til hamingju með þetta Axel Kári, þú stóðst þig frábærlega."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Næsta umferð:

föstudagur 14. maí
19:15 Kári-KV (Akraneshöllin)

laugardagur 15. maí
14:00 Leiknir F.-Haukar (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Magni-Njarðvík (Boginn)
14:00 Þróttur V.-Fjarðabyggð (Vogaídýfuvöllur)
16:00 Völsungur-ÍR (Vodafonevöllurinn Húsavík)
16:00 Reynir S.-KF (BLUE-völlurinn)
Ástríðan - Fyrsta umferð gerð upp í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner