Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luis Campos eftirsóttur
Luis Campos.
Luis Campos.
Mynd: Yahoo
Luis Campos, sem starfaði síðast sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lille í Frakklandi, er eftirsóttur af ýmsum félögum að því er kemur fram hjá Sky Sports.

Campos hjálpaði til við að gera Lille að liði sem er núna ekki langt frá því að vinna frönsku úrvalsdeildina á kostnað Paris Saint-Germain. Lille er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Portúgalinn yfirgaf Lille í desember á síðasta ári og núna segir sagan að stór félög í Evrópu séu á eftir honum, þar á meðal Juventus og Manchester United.

Hann hefur gert frábærlega sem yfirmaður knattspyrnumála hjá bæði Mónakó og Lille þar sem hann hefur náð að smíða mjög samkeppnishæf lið þrátt fyrir stórar sölur á leikmönnum.

Campos er sagður vera með augastað á ensku úrvalsdeildinni en hann var einnig orðaður við Tottenham þegar Jose Mourinho var stjóri þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner