Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. maí 2021 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Markmiðið að njóta hverrar einustu mínútu í Vestmannaeyjum
Úr leiknum gegn Breiðabliki
Úr leiknum gegn Breiðabliki
Mynd: Aðsend
Í leik með Santa Clara
Í leik með Santa Clara
Mynd: Santa Clara
DBP
DBP
Mynd: ÍBV
Delaney Baie Pridham, DBP, var valin besti leikmaður 2. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Hún skoraði tvö mörk í sigri ÍBV á Breiðabliki.

Fréttaritari hafði samband við Delaney í dag og spurði hana nokkurra spurninga.

Hvernig kemur það til að þú ert að spila fyrir ÍBV á þessari leiktíð?

„Það hefur alltaf verið markmiðið að spila knattspyrnu sem atvinnukona. Eftir að hafa útskrifast úr Santa Clara háskolanum, ÍBV hafði samband og þar kom upp frábært tækifæri."

„Tilhugsunin um að spila fótbolta í þetta fallegu landi og tækifærið til að spila í efstu deild greip mig. Eftir að hafa talað við leikmenn og starfsfólk ÍBV þá leið mér eins og þetta væri fullkomið fyrir mig og ég hef ekki litið til baka,"
sagði DB.

Hvernig hafa fyrstu vikurnar og mánuðirnir verið í Vestmannaeyjum?

„Síðan ég kom í lok febrúar þá hef ég notið hverrar mínútu. Vestamannaeyjar er gullfallegur staður til að búa á, allir hafa reynt að láta mér líða eins og heima hjá mér."

„Liðið hefur unnið hart að því að undirbúa sig fyrir deildina. Því miður töpuðum við gegn Þór/KA í fyrsta leik en komum til baka og sýndum okkar rétta andlit gegn Breiðabliki."


Hvernig var leikurinn gegn Breiðablik?

„Við náðum frábærum liðssigri. Ég er mjög stolt af liðinu og hvernig við spiluðum. Við fengum mark á okkur snemma leiks en létum það ekki hafa áhrif á okkur."

„Við vorum hungraðar í sigur, héldum boltanum vel, börðumst fyrir hvor aðra og héldum öruggri forystu þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleik."


Hvert er þitt markmið í sumar?

„Markmiðið í sumar er að hjálpa liðinu og njóta hverrar einustu mínútu hér því tíminn flýgur hratt," sagði DB að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner