Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. maí 2022 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Aron tryggði Sirius sigur í Íslendingaslag
Aron Bjarnason gerði annað mark Sirius
Aron Bjarnason gerði annað mark Sirius
Mynd: Sirius
Axel Óskar hafði sigur gegn Öster
Axel Óskar hafði sigur gegn Öster
Mynd: Örebro
Aron Bjarnason var á skotskónum er Sirius vann Elfsborg 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron, sem var í byrjunarliði Sirius, gerði annað mark liðsins á 63. mínútu leiksins og tryggði liðinu sigurinn. Hann fór svo af velli þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum. Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Elfsborg en var skipt útaf um miðjan síðari hálfleikinn. Hákon Rafn Valdimarsson sat á bekknum hjá Elfsborg sem er í 9. sæti með 11 stig.

Sirius er í 6. sæti með 13 stig og hefur Aron byrjað alla leikina til þessa.

Axel Óskar Andrésson og hans menn í Örebro unnu þá Alex Þór Hauksson og félagar í Öster, 2-1, í sænsku B-deildinni. Þeir spiluðu báðir allan leikinn en Öster er í 4. sæti deildarinnar með 13 stig en Örebro í 7. sæti með 12 stig. Vladimir Tufegdzic er þjálfari Öster.

Elías Már Ómarsson kom inná sem varamaður er Nimes tapaði lokaleik frönsku B-deildarinnar fyrir Bastia, 2-0. Hann kom inná á 68. mínútu leiksins. Nimes hafnaði í 9. sæti deildarinnar með 49 stig.

Árni Vilhjálmsson kom þá inná undir lok leiks er Rodez vann Caen, 2-0. Rodez bjargaði sér frá falli og endar tímabilið með 43 stig í 17. sæti.

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson sat á bekknum hjá Olympiakos sem gerði 1-1 jafntefli við PAOK. Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK.

Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leikinn fyrir varalið Borussia Dortmund sem tapaði fyrir 1860 München, 6-3.

Arnór Gauti Ragnarsson var í byrjunarliði Hönefoss sem vann Toten 2-1 í fjórðu efstu deild í Noregi. Hann fór af velli á 61. mínútu og þá kom Valgeir Árni Svansson inná á 82. mínútu en liðið er í 7. sæti með 7 stig.

Birkir Þór Guðmundsson spilaði þá er Volda tapaði fyrir Spjelkavik, 3-2, í sömu deild. Hann fór útaf á 68. mínútu en Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson sat allan tímann á bekknum hjá Volda sem er í 8. sæti með jafnmörg stig og Hönefoss.
Athugasemdir
banner
banner
banner