Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. maí 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas hefur nýjan kafla eftir sitt versta ár í lífinu
Fabregas í leik með Mónakó.
Fabregas í leik með Mónakó.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur staðfest að hann muni ekki leika áfram með Mónakó.

Hinn 35 ára gamli Fabregas hefur aðeins leikið tvo leiki á tímabilinu þar sem meiðsli hafa verið að hrjá hann.

„Þetta er ekki bara búið að vera versta ár mitt í fótboltanum, þetta er líka búið að vera mitt versta ár í lífinu. Þegar það ekki gengur vel í fótboltanum, þá er ég ekki ánægður," segir Fabregas.

Þessi fyrrum miðjumaður Arsenal, Barcelona og Chelsea mun hefja nýjan kafla í sumar.

Fabregas segist hafa fengið símtöl um að gerast þjálfari á síðustu vikum en hann er ekki tilbúinn að setja skóna upp á hillu strax. Hann er 35 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner