Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   fös 14. júní 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daði Freyr: Gæti varla beðið um betri byrjun
Daði Freyr lék með Vestra í 2. deild í fyrra.
Daði Freyr lék með Vestra í 2. deild í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir utan það að ég skyldi fá á mig tvö mörk er ég nokkuð sáttur með að við fengum eitt stig út úr þessum leik," sagði Daði Freyr Arnarsson, markvörður FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Stjarnan

Daði Freyr var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Hann er uppalinn fyrir vestan og spilaði með Vestra í 2. deild í fyrra. Daði stóð sig vel í markinu í kvöld.

„Ef ég hefði varið vítið þá hefði þetta verið besti fyrsti leikur sögunnar. Ég gæti varla beðið um betri byrjun."

„Ég flutti hingað og samdi við FH í janúar 2016. Ég er á fjórða ári. Ég er búinn að spila undirbúningsleiki, þetta kom loksins í kvöld."

Stjarnan vildi fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar fyrirgjöf Jósefs Kristins endaði í hendinni á Pétri Viðarssyni varnarmanni FH. Ívar Orri lét leikinn hinsvegar halda áfram og dæmdi ekkert.

„Ég sá þetta. Þetta fór í höndina, en höndin er upp við líkamann. Þetta ætti ekki að vera víti. Það er mín skoðun," sagði Daði sem var ósáttur með vítið sem FH fékk á sig í leiknum.

„Við fengum á okkur víti sem var ekki víti. Það var gefins mark. Við erum svekktir þetta allir."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir