Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Á spítala eftir fall á Wembley
Mynd: Getty Images
England vann góðan sigur á Króatíu í fyrstu umferð Evrópumótsins í gær. Englendingar fengu heimaleik á Wembley og gerði Raheem Sterling eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Tæplega 20 þúsund manns var hleypt á leikinn og var þetta fyrsti landsleikur á Wembley með áhorfendur síðan í nóvember 2019.

Það var ekki alveg allt með felldu því skömmu eftir upphafsflautið féll áhorfandi af pöllunum og þurfti sjúkrabíl. Hann er illa haldinn á spítala sem stendur.

Talsmaður Wembley staðfesti fregnirnar en sagðist ekki mega greina frá smáatriðum vegna persónuverndarlaga.

„Við erum að starfa náið með UEFA að rannsókn málsins," sagði talsmaðurinn meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner