Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nketiah ekki búinn að samþykkja samning
Arsenal er talið vilja 20 milljónir punda fyrir Nketiah í sumar.
Arsenal er talið vilja 20 milljónir punda fyrir Nketiah í sumar.
Mynd: Getty Images
Eddie Nketiah, 22 ára sóknarmaður Arsenal, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Arsenal vill halda honum en Nketiah fer fram á meiri spiltíma til að vera áfram. Það er eitthvað sem Arsenal virðist ekki geta lofað honum enda eru menn á borð við Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette í baráttunni um byrjunarliðssæti.

West Ham, Watford og Crystal Palace hafa öll áhuga á Nketiah en líklegasti áfangastaður hans er hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Leverkusen hefur verið á höttunum eftir honum undanfarna mánuði og vilja hefja viðræður við Arsenal um kaupverð sem fyrst.

Nketiah hefur skorað 13 mörk í 65 leikjum með Arsenal, þar sem hann hefur yfirleitt komið inn af bekknum. Hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum með U21 landsliði Englendinga en hefur ekki fengið tækifæri með A-landsliðinu. Þar eru menn á borð við Harry Kane, Jamie Vardy og Dominic Calvert-Lewin ofar í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner