Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Schmeichel: Hótuðu að dæma Dönum ósigur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Peter Schmeichel, goðsögn í knattspyrnuheiminum og faðir Kasper landsliðsmarkvarðar Dana, er brjálaður eftir tapleik Danmerkur gegn Finnlandi í fyrstu umferð á EM allsstaðar.

Liðin mættust á laugardaginn og hneig Christian Eriksen niður í miðjum leik. Hann var endurlífgaður með hjartahnoði og sendur beint á spítala.

Leikurinn var stöðvaður þar sem menn voru í sjokki en að lokum var ákveðið að halda áfram með leikinn um kvöldið. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd þar sem Danir hefðu viljað aðeins meiri tíma til að átta sig á hlutunum.

Schmeichel heldur því fram að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur myndu þeir ekki klára leikinn samdægurs. Hann sakar UEFA einnig um að ljúga til um atburðarásina.

„UEFA sagðist í gær hafa farið eftir óskum leikmanna með að halda leiknum áfram - leikmenn hafi krafist þess að klára leikinn. Ég veit fyrir víst að þetta er ósatt, Dönum voru gefnir þrír kostir," sagði Schmeichel.

„Sá fyrsti var að klára síðustu 50 mínúturnar, annar kosturinn var að mæta í hádeginu daginn eftir og klára leikinn þá, þriðji kosturinn var að gefa leikinn, 3-0.

„Hvað finnst ykkur, er það ósk leikmanna að klára leikinn? Höfðu þeir einhvern tímann eitthvað val? Ég held ekki.

„Þjálfarinn sá eftir því að hafa hleypt leikmönnum sínum aftur á völlinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner