Það er komið sumar og í erlendum fótbolta snýst sá tími um félagaskipti.
Sum félagaskipti eru mjög eftirminnileg en svo eru önnur sem gleymast mjög auðveldlega.
Breska götublaðið Daily Star ákvað að taka saman lista yfir 13 félagaskipti sem eru svo furðuleg að það eru flestir búnir að gleyma þeim.
Það kemst Íslendingur á þennan lista, Eiður Smári Guðjohnsen og hans skipti yfir til Stoke árið 2010. Þessi fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona spilaði aðeins fimm leiki fyrir Stoke og það er auðvelt að gleyma því að hann hafi leikið þar.
Sambandið við Pulis dó eftir korter
Eiður Smári ræddi aðeins um tímann hjá Stoke í þáttunum Guðjohnsen sem komu út hjá Sjónvarpi Símans árið 2018.
„Ég sé mikið eftir þeirri ákvörðun að hafa farið í Stoke. Það hefur ekkert með félagið að gera, það var bara þannig að samband mitt við þjálfarann dó eftir korter. Ég beið eftir því að komast heim. Ég fór yfir jólatímann og ræddi við hann um lítinn spiltíma. Hann sagði að þetta hefði ekki virkað. Ég stóð upp og barði í boðið. Þetta er í fyrsta sinn á æfinni þar sem ég hef hótað því að hætta að mæta. Ég sagðist ætla að hætta að spila varaliðsleiki og ætlaði ekki að mæta æfingar," sagði Eiður en á þeim tíma var Tony Pulis þjálfari Stoke.
„Ég borgaði sjálfur pening til Stoke til þess að komast í burtu."
Önnur skipti á þessum lista
Hin skiptin á þessum lista sem Daily Star eru sum vægast sagt furðuleg.
Sol Campbell til Newcastle (2010)
Michael Owen til Stoke (2012)
Dwight Yorke til Birmingham (2004)
Ian Rush til Newcastle (1996)
Robbie Fowler til Blackburn (2008)
Samuel Eto'o til Real Madrid (1996)
Robert Pires til Aston Villa (2010)
Juan Cuadrado til Chelsea (2015)
David Seaman til Man City (2003)
Mathieu Flamini til Crystal Palace (2016)
Franck Ribery til Galatasaray (2005)
Louis Saha til Lazio (2013)
Hægt er að lesa greinina í heild sinni hérna.
Athugasemdir