Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. júlí 2020 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Fjórir leikmenn í banni í næstu umferð
Dofri Snorrason verður ekki með í næstu ufmerð
Dofri Snorrason verður ekki með í næstu ufmerð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði saman í dag og úrskurðaði fjóra leikmenn í Pepsi Max-deild karla í bann. Leikmennirnir eru í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, verður ekki með liðinu gegn Val en hann er með fjögur gul spjöld í sumar og fer því í eins leiks bann.

Ásgeir Marteinsson spilar þá ekki með HK gegn Stjörnunni á föstudag, sömuleiðis vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Ívar Örn Árnason verður ekki með KA er liðið mætir FH eftir átta daga.

Hægt er að sjá listann yfir þá sem eru í banni í næstu umferð.

Leikmenn sem eru í banni:

Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - Ekki með gegn Val
Ásgeir Marteinsson (HK) - Ekki með gegn Stjörnunni
Ívar Örn Árnason (KA) - Ekki með gegn FH
Dofri Snorrason (Víkingur R.) - Ekki með gegn ÍA

Lengjudeildin:
Frans Elvarsson (Keflavík) - Í banni gegn Þrótti R.
Kian Paul James Williams (Keflavík) - Í banni gegn Þrótti R.
Daniel Osafu-Badu (VestrI) - Í banni gegn Leikni F.
Vladimir Tufegdzic (Vestri) - Í banni gegn Leikni F.
Athugasemdir
banner