Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 14. júlí 2022 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn um Norrköping: Get ekki verið að tjá mig um orðróm
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vildi lítið tjá sig um þann orðróm að hann sé á lista hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping, er Fótbolti.net ræddi við hann í kvöld.

Sænska blaðið Aftonbladet segir að þrír þjálfarar séu á blaði hjá Norrköping en félagið lét Rikard Norling taka poka sinn um helgina eftir slakan árangur í deild.

Óskar Hrafn er einn af þessum þremur en hann var einnig orðaður við stöðuna hjá danska félaginu AGF áður en Uwe Rösler tók við.

Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, spurði Óskar út í þennan orðróm.

„Ég get ekkert verið að tjá mig um orðróm. Það er ekki mitt og er með 100 prósent fókus á verkefnið með Breiðabliki," sagði Óskar Hrafn í kvöld eftir að Breiðablik hafði tryggt sér sæti í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Óskar Hrafn: Tók tíma að brjóta þá á bak aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner