mið 14. ágúst 2019 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Adrian var kominn með báða fætur af línunni
Tammy Abraham klúðraði spyrnunni.
Tammy Abraham klúðraði spyrnunni.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörurinn Adrian mun sennilega aldrei gleyma þessu kvöldi.

Hann kom til Liverpool á dögunum eftir að Simon Mignolet fór til Club Brugge. Hann kom á frjálsri sölu eftir að hafa leikið með West Ham síðustu leiktíð og á að vera varamarkvörður. En hann þarf að vera í markinu næstu vikurnar þar sem Alisson meiddist í fyrsta leik tímabilsins gegn Norwich.

Adrian var hetjan í kvöld þegar hann varði víti Tammy Abraham í vítaspyrnukeppni og tryggði Liverpool sigur á Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu.

Það fór mynd í dreifingu á Twitter eftir leikinn í kvöld þar sem Adrian sést með báðar fætur af línunni áður en Abraham spyrnir boltanum, en annar fóturinn verður að vera á línunni þegar boltanum er spyrnt.

Það var meðal annars hart tekið á þessum á HM kvenna í sumar og ófáar vítaspyrnur endurteknar vegna þess. Eftir að þetta vakti svo mikla athygli á HM kvenna í sumar var ákveðið að VAR myndi ekki skoða stöðu markvarða í ensku úrvalsdeildinni í vetur, en leikurinn í kvöld var auðvitað ekki í ensku úrvalsdeildinni.

Gary Lineker, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, deildi myndinni á Twitter og skrifaði: „Leikurinn endaði svo seint að fólkið í VAR herberginu var örugglega sofnað."

Stéphanie Frappart dæmdi leikinn í kvöld og hún sá ekkert athugavert við þetta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner