Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Sindri hafði betur gegn ÍR
Guðrún Ása skoraði tvennu.
Guðrún Ása skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 3 - 1 ÍR
1-0 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('3)
2-0 Samira Suleman ('14, víti)
2-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('56)
3-1 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('62)

Sindri og ÍR mættust í eina leik kvöldsins í 2. deild kvenna og komust heimamenn í Sindra yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Guðrúnu Ásu Aðalsteinsdóttur.

Samira Suleman tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar og leiddi Sindri 2-0 í hálfleik.

Lovísa Guðrún Einarsdóttir minnkaði muninn fyrir ÍR í síðari hálfleik en Guðrún Ása tvöfaldaði forystuna á nýjan leik skömmu síðar.

ÍR tókst ekki að minnka muninn frekar og annar sigur Sindra á deildartímabilinu staðreynd. Sindri er með sex stig eftir átta umferðir, tveimur stigum eftir ÍR sem hefði getað blandað sér í baráttuna um 2. sætið með sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner