Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 12:30
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Stórveldaslagur í kvöld
Hvað gerir Barcelona gegn Bayern Munchen?
Hvað gerir Barcelona gegn Bayern Munchen?
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld klukkan 19:00 þegar Barcelona og Bayern Munchen mætast í stórleik. Ekki er leikið heima og að heiman í 8-liða úrslitunum heldur fara allir leikirnir fram í Portúgal og leikið er til þrautar.

Meistaraspáin er klár fyrir kvöldið. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

Barcelona 2 - 3 Bayern Munchen
Bayern eru sigurstranglegir í Meistaradeildinni í ár og líta virkilega vel út. Meiri hraði og meiri kraftur tryggir þeim sigur gegn Barcelona sem mun þó hanga inni í leiknum vegna snilli Messi. Liðin hafa mæst átta sinnum í Meistaradeildinni eftir að hún var sett á laggirnar í núverandi mynd og Bayern unnið fimm af þeim viðureignum.

Óli Stefán Flóventsson

Barcelona 1 - 2 Bayern Munchen
Ótrúlega erfið viðureign að spá í. Held að allir séu sammála um að Barca hafa ekki verið sjálfum sér líkir þetta tímabilið. Á sama tíma má segja að Bayern Munchen hafi bætt í eftir þjálfaraskiptin. Öllu jöfnu ætti þetta að vera nokkuð öruggur sigur fyrir þá þýsku en mótherjinn er Barcelona og þó þeir hafi ekki verið sannfærandi heima fyrir þá kunna þeir þá list að vinna og með besta leikmann heims innanborðs eru þeir til alls líklegir. Ég ætla að segja að Bayern Munchen hafi þetta að lokum með tveimur mörkum frá Lewandowski á móti einu marki frá Messi.

Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson

Barcelona 0 - 2 Bayern Munchen
Þarna mætast einu tvö liðin sem eru eftir í keppninni og hafa unnið hana áður. Þó að Messi sé alltaf líklegur til að setja upp sýningu þá mun hann ekki ná að draga vagninn einn áfram í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt tímabil og takturinn hjá Bayern er mun betri þessa dagana. Robert Lewandowski skorar í sitthvorum hálfleiknum í sannfærandi sigri Bayern.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 13 stig
Kristján Guðmundsson - 8 stig
Óli Stefán Flóventsson - 8 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner