Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 12:00
Fótbolti.net
Fjórfaldur HM-fari stefnir á að spila á Íslandi
Erin Mcleod stefnir á að spila á Íslandi í sumar
Erin Mcleod stefnir á að spila á Íslandi í sumar
Mynd: Getty Images
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gestur í nýjasta þætti Heimavallarins og ræðir þar meðal annars um heimkomuna en vegna aðstæðna í heiminum óskaði hún eftir að fara á láni frá Utah Royals og spila á Íslandi út leiktíðina. Hún fékk kærustu sína, kanadísku landsliðskonuna Erin McLeod, með sér til Íslands og planið er að Erin spili einnig hérlendis.

Það yrði mikill hvalreki að fá Erin í íslenska boltann en hún er margreyndur leikmaður og mjög stórt nafn í knattspyrnuheiminum.

„Hún hefur farið á fjögur Heimsmeistaramót og unnið brons á Ólympíuleikunum. Hún er markvörður og spilar með Orlando Pride. Það fór þannig að þær komust ekki á mótið núna (æfingamót sem var haldið í stað deildarkeppni í USA) og fyrir henni er mikilvægast að ná leikjum.“

„Hún á kannski ekki mikið eftir af sínum ferli þannig að hún vill bara spila leiki og ég plataði hana með mér til Íslands,“
sagði Gunnhildur Yrsa um Erin og ástæðuna fyrir komu hennar til landsins.

Mist Rúnarsdóttir, þáttastýra, spurði hana þá hvort Erin væri í viðræðum við einhver lið.

„Hún er bara að bíða eftir vegabréfsáritun og vonandi verður send út einhver tilkynning á næstunni.“

Það verður spennandi að sjá hvort þessi reynslumikli leikmaður fái ekki vegabréfsáritun og leikheimild og hvar hún kemur til með að spila út tímabilið.

Hlustaðu á Gunnhildi Yrsu á Heimavellinum.
Heimavöllurinn - Gunnhildur Yrsa er mætt aftur í íslenska boltann
Athugasemdir
banner
banner
banner