Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Bayern niðurlægði Barca með átta mörkum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona 2 - 8 FC Bayern
0-1 Thomas Müller ('4)
1-1 David Alaba ('7, sjálfsmark)
1-2 Ivan Perisic ('22)
1-3 Serge Gnabry ('28)
1-4 Thomas Müller ('31)
2-4 Luis Suarez ('57)
2-5 Joshua Kimmich ('63)
2-6 Robert Lewandowski ('82)
2-7 Philippe Coutinho ('85)
2-8 Philippe Coutinho ('89)

Barcelona og Bayern München mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og var mikil pressa á Quique Setien og lærisveinum hans í liði Börsunga fyrir leikinn.

Leikurinn var gríðarlega fjörugur og voru Þýskalandsmeistararnir mikið betri heldur en andstæðingarnir úr spænska boltanum.

Thomas Müller gerði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en Barca jafnaði skömmu síðar, þökk sé sjálfsmarki h já David Alaba. Varnarmaðurinn kláraði góða fyrirgjöf með skrautlegu marki.

Bæjarar komust aftur yfir með marki frá Ivan Perisic á 22. mínútu og því fylgdu mörk frá Serge Gnabry og annað frá Müller. Staðan því orðin 1-4 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var áfram fjörugur og minnkaði Luis Suarez muninn á 57. mínútu. Börsungar sáu ljósið en Joshua Kimmich var snöggur að slökkva á því með laglegu marki eftir glæsilegan undirbúning frá Alphonso Davies sem átti stórleik í vinstri bakverðinum.

Robert Lewandowski komst loks á blað á 82. mínútu og kom Philippe Coutinho, lánsmaðurinn frá Barca, inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir og skoraði tvennu á lokakaflanum.

Lokatölur urðu því 2-8 fyrir Bayern München og svo gott sem öruggt að Quique Setien þjálfari Barca verði rekinn eftir leikinn.

Bayern mætir annað hvort Manchester City eða Lyon í undanúrslitum.

Leipzig og PSG mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner