Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Todibo og Umtiti með veiruna
Mynd: Getty Images
Tveir varnarmenn Barcelona eru með kórónuveiruna sem stendur og er hvorugur í hóp fyrir leikinn gegn FC Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Jean-Clair Todibo greindist með veiruna fyrr í vikunni en hefur ekki enn fundið fyrir neinum einkennum, rétt eins og Samuel Umtiti sem var greindur í dag.

Börsungar eru heppnir að Umtiti hefur ekki verið að æfa með liðinu að undanförnu vegna meiðsla og er Todibo nýkominn aftur til Spánar eftir rúma sjö mánuði á lánssamningi hjá Schalke í þýska boltanum.

Todibo er aðeins 20 ára gamall og var hjá Schalke að láni frá janúar. Umtiti er 26 ára og spilaði 13 deildarleiki fyrir Barca á tímabilinu.

Varnarmennirnir eru báðir franskir og hefur Barcelona áhuga á að selja þá fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner