Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 14. ágúst 2024 12:18
Elvar Geir Magnússon
Camavinga veinaði af sársauka
Camavinga meiddist á æfingu í gær.
Camavinga meiddist á æfingu í gær.
Mynd: EPA
Eduardo Camavinga miðjumaður Real Madrid æpti og veinaði af sársauka á síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Atalanta. Hann verður frá í nokkurn tíma vegna hnémeiðsla.

Diario AS segir Camavinga sem betur fer hafa sloppið við krossbandaslit en hlotið slæma tognun sem muni halda honum frá í sex til sjö vikur. Hann spilar því væntanlega ekki aftur fyrr en í október.

Real Madrid mætir Atlanta í kvöld en auk þess leiks mun hann missa af öðrum átta leikjum. Ef bati hans verður hraður er mögulegt að hann geti náð Madrídarslagnum gegn Atletico þann 29. september.

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid getur huggað sig við það að leikmannahópur liðsins er óhemju vel mannaður og mikil. Luka Modric, Aurelien Tchouameni, Dani Ceballos, Jude Bellingham og Fede Valverde ættu að sjá til þess að Camavinga verði ekki sárt saknað.
Athugasemdir
banner
banner
banner