Dregið var í aðra umferð enska deildabikarsins í kvöld en Íslendingalið Birmingham mætir úrvalsdeildarliði Fulham á St. Andrew's leikvanginum.
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru báðir á mála hjá Birmingham. Þeir fá verðugt verkefni gegn sterku liði Fulham.
Arnór Sigurðsson og hans menn í Blackburn Rovers mæta Blackpool á meðan Wayne Rooney og Guðlaugur Victor Pálsson fara með Plymouth til Lundúna og mæta þar Watford.
Grimsby Town, sem Jason Daði Svanþórsson spilar fyrir, mætir Sheffield Wednesday á meðan Stefán Teitur Þórðarson og hans menn í Preston spila við Harrogate Town.
Hákon Rafn Valdimarsson og félagar í Brentford heimsækja Colchester United og þá mætir Jóhann Berg Guðmundsson með Burnley til Wolverhampton, þar sem liðið spilar við Wolves.
Tveir úrvalsdeildarslagir eru í þessari umferð. Nottingham Forest mætir Newcastle United á meðan Bournemouth heimsækir West Ham.
Leikirnir fara fram 27. og 28. ágúst.
Drátturinn:
Coventry City - Oxford United
Swansea City - Wycombe Wanderers
AFC Wimbledon - Ipswich Town
Birmingham City - Fulham
Watford - Plymouth Argyle
West Ham United - Bournemouth
Queens Park Rangers - Luton Town
Brighton & Hove Albion - Crawley Town
Crystal Palace - Norwich City
Cardiff City - Southampton
Millwall - Leyton Orient
Colchester United - Brentford
Grimsby Town - Sheffield Wednesday
Everton - Doncaster Rovers
Blackburn Rovers - Blackpool
Fleetwood Town - Rotherham United
Shrewsbury Town - Bolton Wanderers
Nottingham Forest - Newcastle United
Barrow - Derby County
Leicester City - Tranmere Rovers
Middlesbrough - Stoke City
Barnsley - Sheffield United
Harrogate Town - Preston North End
Walsall - Huddersfield Town
Wolverhampton Wanderers - Burnley
Athugasemdir