Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 14. ágúst 2024 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Gustav Dahl í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Gustav Bonde Dahl er genginn í raðir Fram en hann lék síðast með Vendsyssel í heimalandinu.

Framarar náðu samkomulagi við Dahl í gær og biðu þolinmóðir eftir leikheimild. Hún skilaði sér í dag og er hann því löglegur með liðinu þegar það mætir Breiðabliki á mánudag.

Dahl er 20 ára gamall og getur spilað á miðju og sem miðvörður.

Hann var síðast á mála hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni en yfirgaf félagið er samningur hans rann út í sumar.

Leikmaðurinn lék einnig með Álaborg en hann á samtals 15 meistaraflokksleiki með liðunum tveimur.

Dahl er fyrrum unglingalandsliðsmaður. Hann lék 9 leiki fyrir U16 ára liðið og skoraði 1 mark.
Athugasemdir
banner