Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 14. ágúst 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Mourinho gagnrýnir dómara: Ég get ekki talað
Jose Mourinho stýrir í dag tyrkneska liðinu Fenerbahce.
Jose Mourinho stýrir í dag tyrkneska liðinu Fenerbahce.
Mynd: EPA
Jose Mourinho segist ekki geta talað um ákvarðanir dómarans sem honum fannst leiða til þess að lið hans Fenerbahce féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Fenerbahce færist núna í Evrópudeildina og segir að sitt lið geti farið langt í þeirri keppni, ef gæði dómgæslunnar verða betri.

Fenerbahce tapaði einvíginu gegn Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í Lille í gær eftir framlengingu. Franska liðið fékk vítaspyrnu á 118. mínútu eftir VAR skoðun.

„Við hefðum aldrei unnið Meistaradeildina. Við hefðum aldrei komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki fræðilegur möguleiki. En við getum farið langt í Evrópudeildinni ef... ef, ég vil ekki klára setninguna. Ég get ekki sagt meira, annars verð ég í vandræðum," sagði Mourinho eftir leikinn.

Mourinho var spurður að því beint út hvað hann væri að meina með þessu 'efi' og hann vitnaði þá í það þegar hann stýrði Roma í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023 og lét Anthony Taylor dómara heyra það á bílastæðinu eftir leikinn.

„Ég hvet þig til að horfa á Roma - Sevilla, úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023 og þá skilur þú hvað ég er að tala um," segir Mourinho sem var rekinn frá Roma í janúar og ráðinn til Fenerbahce í júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner