Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 14. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Treyjunúmerið tekið af Johnstone - Vill ólmur fara
Sam Johnstone.
Sam Johnstone.
Mynd: EPA
Sam Johnstone, markvörður Crystal Palace, opinberaði það í morgun að hann væri kominn með nýtt treyjunúmer.

Johnstone var númer 1 á síðasta tímabili og það var líklega númer sem hann vildi halda, en hann er núna númer 32.

„Nýr dagur, nýtt númer," skrifaði Johnstone á samfélagsmiðla og setti nokkra hlæjandi 'emoji-a' með.

Dean Henderson er orðinn aðalmarkvörður Palace og verður í treyju númer 1 á komandi keppnistímabili.

Johnstone vill ólmur yfirgefa Palace í sumar eftir að hafa misst byrjunarliðsstöðu sína en Southampton, Leicester og Wolves hafa öll spurst fyrir um hann.

Johnstone, sem á að baki fjóra landsleiki fyrir England, lék áður með West Brom og Aston Villa en hann ólst upp hjá Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner