Sam Johnstone, markvörður Crystal Palace, opinberaði það í morgun að hann væri kominn með nýtt treyjunúmer.
Johnstone var númer 1 á síðasta tímabili og það var líklega númer sem hann vildi halda, en hann er núna númer 32.
Johnstone var númer 1 á síðasta tímabili og það var líklega númer sem hann vildi halda, en hann er núna númer 32.
„Nýr dagur, nýtt númer," skrifaði Johnstone á samfélagsmiðla og setti nokkra hlæjandi 'emoji-a' með.
Dean Henderson er orðinn aðalmarkvörður Palace og verður í treyju númer 1 á komandi keppnistímabili.
Johnstone vill ólmur yfirgefa Palace í sumar eftir að hafa misst byrjunarliðsstöðu sína en Southampton, Leicester og Wolves hafa öll spurst fyrir um hann.
Johnstone, sem á að baki fjóra landsleiki fyrir England, lék áður með West Brom og Aston Villa en hann ólst upp hjá Manchester United.
Sam Johnstone has posted this to his IG story after losing his No1 shirt. Oliver Glasner confirmed yesterday at the PL event that Johnstone said he would leave if there was a suitable opportunity #CPFC pic.twitter.com/MXumIEjsQa
— Alex Howell (@iamAlexHowell) August 14, 2024
Athugasemdir