Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Arnar ætlar í fínustu jakkafötin - Óli Kristjáns segist ekki eiga séns
Þjálfararnir tveir.
Þjálfararnir tveir.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það er hátíðardagur í dag þegar FH og Víkingur R. mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli klukkan 17:00.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlar að vera í sínum fínustu jakkafötum á hliðarlínunni í dag.

„Þetta er kærkomið tækifæri fyrir mig til að dusta af mínum bestu jakkafötum og mæta vel ferskur. Þetta verður svakalegur dagur fyrir bæði lið," sagði Arnar við Fótbolta.net í vikunni.

Ólafur Kristjánsson var einnig spurður að því hvort hann ætli að vera í þjálfaraúlpu eða jakkafötum á hliðarlínunni í dag.

„Ég á ekki séns í Arnar Gunnlaugsson. Hann er dressaður eins og milljón dollara maður á hverjum degi. Ég leyfi honum mögulega að skína," sagði Ólafur.

Hér má sjá viðtöl við þjálfarana fyrir leikinn.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Athugasemdir
banner
banner
banner