Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 14. september 2019 19:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Ingibergur Kort: Ætla sýna mig í Pepsi Max-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði eina mark Fjölnis í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þegar Fjölnir og Leiknir Reykjavík gerðu 1-1 jafntefli í stórleik 21. umferðar í Inkasso deild karla. Þegar rúmar 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma datt boltinn til Ingibergs eftir skot Orra Þórhallssonar og hann renndi honum auðveldlega í hægra hornið. 4 mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn, leikurinn endaði 1-1 og það dugði Fjölni og sæti í Pepsi-Max 2020 (Staðfest).

"Tilfinningin gæti ekki verið betri, geggjað að skora og að ná í eitt stig sem dugði, 3 punktar hefði verið mikið skemmtilegara en þetta dugði" Sagði Ingibergur um markið í dag.

" Held ég sé kominn með 7 mörk í sumar, ég ætlaði mér að skora 8 mörk en það er einn leikur eftir þannig ég næ því kannski, svo er það bara Pepsi, ég er spenntur og ég ætla sýna mig þar, það er klárt mál" Sagði Ingibergur um frammistöðuna sína í sumar og svo Pepsi Max á næsta ári.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Ingibergur var fyrst hjá Hvöt á yngri árum en hefur farið í gegnum flesta yngri flokka Fjölnis með smá stoppi þegar hann tók eitt tímabil hjá Víkingi Ólafsvík og tók þátt í Ejub skólanum.
Athugasemdir
banner
banner