Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 14. september 2019 19:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Ingibergur Kort: Ætla sýna mig í Pepsi Max-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði eina mark Fjölnis í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þegar Fjölnir og Leiknir Reykjavík gerðu 1-1 jafntefli í stórleik 21. umferðar í Inkasso deild karla. Þegar rúmar 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma datt boltinn til Ingibergs eftir skot Orra Þórhallssonar og hann renndi honum auðveldlega í hægra hornið. 4 mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn, leikurinn endaði 1-1 og það dugði Fjölni og sæti í Pepsi-Max 2020 (Staðfest).

"Tilfinningin gæti ekki verið betri, geggjað að skora og að ná í eitt stig sem dugði, 3 punktar hefði verið mikið skemmtilegara en þetta dugði" Sagði Ingibergur um markið í dag.

" Held ég sé kominn með 7 mörk í sumar, ég ætlaði mér að skora 8 mörk en það er einn leikur eftir þannig ég næ því kannski, svo er það bara Pepsi, ég er spenntur og ég ætla sýna mig þar, það er klárt mál" Sagði Ingibergur um frammistöðuna sína í sumar og svo Pepsi Max á næsta ári.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Ingibergur var fyrst hjá Hvöt á yngri árum en hefur farið í gegnum flesta yngri flokka Fjölnis með smá stoppi þegar hann tók eitt tímabil hjá Víkingi Ólafsvík og tók þátt í Ejub skólanum.
Athugasemdir
banner