Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 14. september 2019 19:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Ingibergur Kort: Ætla sýna mig í Pepsi Max-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði eina mark Fjölnis í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þegar Fjölnir og Leiknir Reykjavík gerðu 1-1 jafntefli í stórleik 21. umferðar í Inkasso deild karla. Þegar rúmar 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma datt boltinn til Ingibergs eftir skot Orra Þórhallssonar og hann renndi honum auðveldlega í hægra hornið. 4 mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn, leikurinn endaði 1-1 og það dugði Fjölni og sæti í Pepsi-Max 2020 (Staðfest).

"Tilfinningin gæti ekki verið betri, geggjað að skora og að ná í eitt stig sem dugði, 3 punktar hefði verið mikið skemmtilegara en þetta dugði" Sagði Ingibergur um markið í dag.

" Held ég sé kominn með 7 mörk í sumar, ég ætlaði mér að skora 8 mörk en það er einn leikur eftir þannig ég næ því kannski, svo er það bara Pepsi, ég er spenntur og ég ætla sýna mig þar, það er klárt mál" Sagði Ingibergur um frammistöðuna sína í sumar og svo Pepsi Max á næsta ári.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Ingibergur var fyrst hjá Hvöt á yngri árum en hefur farið í gegnum flesta yngri flokka Fjölnis með smá stoppi þegar hann tók eitt tímabil hjá Víkingi Ólafsvík og tók þátt í Ejub skólanum.
Athugasemdir
banner
banner