Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter á toppnum - Mertens sá um Sampdoria
Inter lagði Udinese.
Inter lagði Udinese.
Mynd: Getty Images
Dries Mertens í leik á Laugardalsvelli.
Dries Mertens í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inter og Napoli tóku þrjú stig í leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, í dag.

Napoli fékk Sampdoria í heimsókn og þar var það Dries Mertens sem fór fyrir sínum mönnum. Lágvaxni Belginn skoraði fyrst á 13. mínútu og bætti hann við öðru marki á 67. mínútu.

Þar við sat og góður sigur Napoli staðreynd. Mikilvægt fyrir liðið að komast aftur á sigurbraut eftir vonbrigðin gegn Juventus í síðustu umferð.

Næsti leikur Napoli er gegn Liverpool í Meistaradeildinni.

Inter lagði Udinese að velli, 1-0. Þar var það Stefano Sensi sem skoraði sigurmarkið stuttu eftir að Rodrigo de Paul, leikmaður Udinese, hafði fengið rauða spjaldið fyrir að slá til Antonio Candreva.

Inter sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og 1-0 lokatölur. Inter er á toppnum með níu stig og Udinese í neðri hlutanum með þrjú stig.

Það má taka fram að Romelu Lukaku spilaði 65 mínútur fyrir Inter og kom Alexis Sanchez inn á sem varamaður gegn sínum gömlu félögum þegar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Inter 1 - 0 Udinese
1-0 Stefano Sensi ('44 )
Rautt spjald:Rodrigo De Paul, Udinese ('35)

Napoli 2 - 0 Sampdoria
1-0 Dries Mertens ('13 )
2-0 Dries Mertens ('67 )

Sjá einnig:
Ítalía: Meistararnir heppnir að sleppa með stig frá Flórens
Athugasemdir
banner
banner
banner