mán 14. september 2020 21:13
Aksentije Milisic
England: Chelsea sigraði Brighton
Leikmenn Chelsea fagna í kvöld.
Leikmenn Chelsea fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 3 Chelsea
0-1 Jorginho ('23 , víti)
1-1 Leandro Trossard ('54 )
1-2 Reece James ('56 )
1-3 Kurt Zouma ('66 )

Brighton og Chelsea áttust við í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en leikið var á Amex vellinum í Brighton.

Gestirnir í Chelsea byrjuðu leikinn betur og fengu vítaspyrnu á 23. mínútu leiksins en þá var brotið á Timo Werner sem var að spila sinn fyrsta leik í treyju Chelsea. Jorginho steig á punktinn og skoraði.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Leandro Trossard jafnaði metin fyrir heimamenn þegar 54. mínútu voru liðnar en hann skoraði með skoti fyrir utan teig.

Einungis tveimur mínútum síðar komst Chelsea aftur yfir. Reece James skoraði þá glæsilegt mark og hann var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar en þá tók hann hornspyrnu og Kurt Zouma kom knettinum í netið.

Góð byrjun á tímabilinu hjá Chelsea og liðið tekur stigin þrjú með sér heim til London.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner