Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 14. september 2020 15:00
Ástríðan
Fékk á sig mark beint úr hornspyrnu og gekk af velli
Ingólfur Sigurðsson skoraði beint úr hornspyrnu.
Ingólfur Sigurðsson skoraði beint úr hornspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhugavert atvik átti sér stað í 3. deildinni um helgina í leik KV og Sindra.

Glebs Sopots, markvörður Sindra, ákvað þá að ganga af velli eftir að hafa fengið mark á sig beint úr hornspyrnu.

Atvikið átti sér stað á 80. mínútu en um var að ræða fimmta markið í 5-1 tapi Sindra.

„Ingólfur SIgurðsson skoraði beint úr hornspyrnu og Glebs Sopots, markvörður Sindra, fékk nóg og labbaði út af," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni.

„Hann fékk nóg bað um skiptingu og labbaði inn í klefa."

Róbert Marvin Gunnarsson kom inn á í mark Sindra og kláraði leikinn í fjarveru Sopots.

Hér að neðan má hlusta á Ástríðuna og skoða stöðutöfluna í deildinni
Ástríðan - 2. og 3. deild með góðum gesti að austan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner