Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. september 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mjög áhugaverður leikur, svo ekki sé meira sagt"
Hvernig skoraði Salzburg ekki meira en eitt mark?
Oumar Solet.
Oumar Solet.
Mynd: EPA
Sevilla og Salzburg skildu jöfn í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þetta var skemmtilegur leikur, en það er í raun með hreinum ólíkindum að Salzburg hafi ekki unnið leikinn.

Salzburg fékk þrjár vítaspyrnur og skoraði bara úr einni af spyrnunum. Karim Adeyemi klikkaði á 13. mínútu en svo skoraði Luka Sucic á 21. mínútu. Á 37. mínútu fengu þeir aðra vítaspyrnu en þá klikkaði Sucic.

Í öllum tilvikunum var brotið á Ademeyi innan teigs. „Þetta er pjúra víti allt saman," sagði Atli Viðar Björnsson á Stöð 2 Sport þegar rennt var yfir leikinn.

Fyrir leikhlé fékk Sevilla svo vítaspyrnu og úr henni skoraði Ivan Rakitic.

Sevilla spilaði manni færri frá 50. mínútu eftir að Youssef En-Nesyri, leikmaður Sevilla, fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap.

Stuttu eftir að rauða spjaldið fór á loft, þá fékk Oumar Solet sannkallað dauðafæri til að koma Salzburg í forystu en setti boltann á einhvern óskiljanlegan hátt yfir markið. Þetta hlýtur bara að vera klúður ársins.

Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hérna.

„Þetta var mjög áhugaverður leikur, svo ekki sé meira sagt," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, á Stöð 2 Sport.

Eins og fyrr segir, með ólíkindum að Salzburg hafi ekki skorað meira en eitt mark í þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner