Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. september 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru leikmennirnir með hæstu einkunnirnar í FIFA 22
Messi er með hæstu einkunn í leiknum.
Messi er með hæstu einkunn í leiknum.
Mynd: Getty Images
Tölvuleikurinn FIFA 22 kemur út eftir tæplega tvær vikur og bíða margir spenntir.

Það er alltaf áhugavert að renna yfir einkunnir sem framleiðandinn EA Sports gefur leikmönnum.

Lionel Messi er með hæstu einkunn af öllum leikmönnum í leiknum eða 93. Næst á eftir honum kemur pólska markamaskínan Robert Lewandowski og núna er Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Manchester United, í þriðja sæti.

Ronaldo er í þriðja sæti ásamt fjórum öðrum; Kevin de Bruyne, Kylian Mbappe, Neymar og Jan Oblak.

Það koma svo þónokkrir leikmenn með 90 í einkunn og 89. Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn eru með hæstu einkunn í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner