Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. september 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Var alltaf markmiðið hjá Kórdrengjum að fara upp"
Lengjudeildin
Davíð Smári, Arnar Steinn og Heiðar Helguson á hliðarlínunni.
Davíð Smári, Arnar Steinn og Heiðar Helguson á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir misstu endanlega af sæti í Pepsi Max deildinni á næsta ári eftir 2-2 jafntefli gegn Fram um helgina.

Liðið var í baráttu við ÍBV um að fara upp, Kórdrengir töpuðu gegn Eyjamönnum í 16. umferð og þá var ÍBV komið með annan fótinn í Pepsi Max deildina.

Liðið var stofnað árið 2017 og hóf þá keppni í 4. deild og hefur unnið sig upp um deild á hverju ári síðan þá.

Andri Steinn Birgisson sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Fram að það hafi alltaf verið markmiðið að spila í efstu deild á næstu leiktíð.

„Við ætluðum okkur upp frá upphafi og fara upp um þrjár deildir á þremur árum í fyrsta sinn í sögu íslensks fótbolta, við vorum ansi nálægt því. Ég held að við höfum komið flestum á óvart með spilamennsku liðsins. Við erum búnir að eiga fínt mót heilt yfir en ekki alveg sáttir."

„Ég reikna með því að Kórdrengir stefni að fara upp að ári."

Fótbolti.net spáði Kórdrengjum 7. sæti fyrir tímabilið. Davíð Smári Lamude þjálfari liðsins gaf ekkert út fyrir tímabilið en sagði að þessi spá hafi komið sér á óvart.

„Við erum nýliðar í þessari deild og pínulítið félag. Vissulega er þetta hrós fyrir okkur og það starf sem hefur verið unnið hérna á skömmum tíma. Ég ætla samt ekki að segja að ég verði sáttur ef við endum þarna. Ég held að þetta lið hafi fulla burði til að etja kappi við þessa risa í þessari deild og ég hef fulla trú á því."

Kórdrengir heimsækja Vestra í lokaumferðinni.
Andri Steinn: Leikurinn var búinn á þessum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner